Velkomin á Umsóknargátt Vinnueftirlits ríkisins

Umsóknargáttin er rafrænn aðgangur sem gerir notendum kleift að senda inn rafrænar umsóknir og að fylgjast með eigin málum. Áður þurfa þeir að hafa skráð sig inn í gegnum Island.is gáttina.

Á Umsóknargáttinni eru rafræn eyðublöð fyrir allar umsóknir og erindi sem send eru stofnuninni. Innsend umsókn eða erindi verður að máli í málakerfi Vinnueftirlitsins og er þá skipaður ábyrgðaraðili til að fara yfir málið og koma því í ferli.

Til að fylgjast með stöðu umsókna og gagnaskilum er farið inn á „MÍN MÁL" eftir innskráningu. Þar eru öll mál sama aðila aðgengileg honum á einum stað.